Kuldaþjálfun Íslands

Kuldaþjálfun Íslands var stofnuð af Leu Galgana sem er viðurkenndur Wim Hof kennari og núverandi Íslandsmeistari í ísböðum. Hún er með frábæra aðstöðu í Heilsu og spa – Hótel Íslandi (Ármúla 9) þar sem nemendum gefst færi á að læra aðferðafræðina í rólegu og yfirveguðu umhverfi og eru hvattir til að nýta spa aðstöðuna eftir hvern tíma í húsi.
Spa aðgangur er innifalinn í námskeiðsgjöldum (einnig í opnu tímunum) og má þar finna heita flotlaug með tilheyrandi búnaði, heitum og köldum potti ásamt sér sauna í hvorum búningsklefanum og góðum sturtum. Afnotkun af handklæðum er innifalin, en einnig býðst gestum að panta drykki og léttar veitingar gegn gjaldi.

Til að fá nánari upplýsingar, endilega hafið samband: LEA@Kuldathjalfun.is
Nánari upplýsingar um Wim Hof aðferðafræðina má finna á www.wimhofmethod.com